Jæja ég var rosalega dugleg í gær og fór út að labba, geðveikt stuð. Það er geðveikt langt síðan að ég fór út að labba, held bara um fimm ár ef ekki meira ;)
Ég hef alltaf gleymt að segja að ég horfði á T-3 um helgina og hún er geðveikt góð. Svo horfði ég líka á Pirates of the Caribbean en ég er ekki alveg búin með hana. Oh það er svo skrýtið að sjá Orlando Bloom svona dökkhærðan, hann er nú samt rosalega sætur þannig en ennþá sætari sem Legolas.
Í dag er Helga vinkona að fara til London til Freysa síns, þau eru að fara að skoða sig um og svona. Oh hvað ég væri til í að fara eitthvað þannig. Það eru þrjú ár síðan að ég og Árni fórum út, alltof langt.
Svo ætla ég að kvarta pínku, ég var að athuga flug til Egilsstaða og það kostar (fyrir mig og Árna) 27.960, hvernig er þetta hægt? Ég skil þetta bara ekki. Ekkert smá rosalega dýrt. Þetta er jafndýrt og til London og Kaupmannahafnar með Iceland Express.
En ætli ég verði ekki að halda áfram að vinna.
þriðjudagur, júlí 22, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/22/2003 08:42:00 f.h.
|