Dagurinn í dag var rosalega fljótur að líða því að það var mikið að gera í vinnunni (svona til tilbreytingar). Svo fórum við bara heim og elduðum en svo sofnuðum við bæði um sexleytið og vöknuðum ekki aftur fyrr en níu. Þannig að ég sé ekki fram á að sofna fyrr en í fyrsta lagi svona eitt - hálftvö. Ekki alveg að fíla það.
Ennþá fréttist ekkert af krílinu hjá Ingu og Bigga, allir eru voða spenntir og nenna ekkert að bíða lengur ;) Af því að Inga er búin að vera svo lengi heima, út af of háum blóðþrýstingi, þá finnst manni eins og þetta sé orðinn svo langur tími en hún á samt ekkert að eiga fyrr en 4. ágúst. Þannig að við bíðum bara ennþá.
En ég ætla að fara horfa á sjónvarpið og athuga hvort að ég geti ekki sofnað yfir því.
Hey já, kannski fáum við bíl á rekstrarleigu á morgun, tengdapappi er eitthvað að athuga þetta fyrir okkur. Oh ég vona það, mér líður mikið betur að fara á nýjum bíl til Bakkafjarðar. Reyndar erum við búin að vera að gera við bílinn okkar og fara með hann á smurstöð og svona en samt. Maður veit aldrei með svona gamla bíla.
mánudagur, júlí 28, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/28/2003 11:10:00 e.h.
|