Vá hvað ég var þreytt í morgun, ég nennti alveg ekki í vinnuna. Enda mætti ég fimm mínútum of seint, ekki nógu gott. Að öðru leyti er nú mest lítið að frétta, Árni er búinn að ná í Charlie´s Angels og hún er bara frekar góð. Reyndar segi ég það að ef þær væru ekki svona flottar þá hefði myndin orðið algjört flop.
Ég pantaði Bergþór Pálsson til að syngja í kirkjunni hjá okkur. Ekkert smá gaman. Hann syngur rosalega vel og er ekkert dýr miðað við marga aðra.
Svo ætlum ég og Árni að fara til Ingvars Helgasonar í dag og skoða bíla. Við ætlum nefnilega að taka bíl á rekstrarleigu af því að okkar bíll er alveg að gefa upp öndina, greyið. Þar sem að planið er að fara út til Danmerkur eftir ÁR (vá alltof stuttur tími) þá tekur það sig ekkert að vera að burðast við að kaupa bíl í eitt ár og þurfa svo að reyna að selja hann og svoleiðis. Það gengur bara ekkert upp.
Svo næstu helgi ætlum við að fara og skoða brúðarsvítur. Við ætlum að fara á Hótel Sögu og Nordica hotel. Mig langar nú meira á Nordica af því að þar er jacuzi (veit ekki hvernig þetta er skrifað), geðveikt stuð.
En ætli það sé ekki best að halda áfram að vinna.
miðvikudagur, júlí 09, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/09/2003 08:55:00 f.h.
|