Það er alveg minna en ekki neitt að gera í vinnunni hjá mér. Og það hafa allir jafn lítið að gera þannig að þegar að maður býðst til að hjálpa einhverjum þá er ekkert til að hjálpa með. Alveg ömurlegt að hanga svona allan daginn.
Árni fór í körfubolta í gær eftir vinnu (fór semsagt klukkan hálfeitt um nótt) og kom ekki aftur heim fyrr en um fjögur. Myndi ég geta þetta, ég væri löngu dottin niður dauð af þreytu á körfuboltavellinum. Og svo vaknaði hann með mér klukkan korter í átta í morgun til að keyra mig í vinnuna og sofnaði ekkert aftur þangað til að hann þurfti að fara að vinna klukkan ellefu. Ég skil hann stundum ekki, hvernig er þetta hægt??
Svo erum ég og mamma að fara í litun og plokkun í dag til Sollýjar systur. Fyrst að maður er orðinn svona fínn með hárið þá verður andlitið líka að vera fínt ;) Þannig að ég bíð bara eftir því að klukkan slái fjögur og maður geti drifið sig héðan út, gaman gaman.
fimmtudagur, júlí 17, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/17/2003 12:28:00 e.h.
|