Jæja það var mjög fínt í afmælunum í gær. Í barnaafmælinu voru rosalega góðar kökur og heitur réttur, nammi namm. Svo hjá Siggu og Drífu var það eins og þær hefðu búist við 40 manns eða eitthvað af því að það var svo mikið á boðstólum, allt rosalega gott hjá þeim líka. Gaman líka að hitta systkinin öll svona saman og, gerist alltof sjaldan.
Svo fórum við í afmæli til vinar hans Árna og það var í raun bara hundleiðinlegt. Árni þekkti svona fimm manneskjur og ég svona þrjár. Þannig að við fórum bara heim eitthvað um tólf. Ég ætlaði reyndar að hitta stelpurnar en ég nennti ekki að bíða ein niðri í bæ eftir þeim ;)
sunnudagur, júlí 20, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/20/2003 12:01:00 e.h.
|