föstudagur, júlí 11, 2003

Eitthvað voðalega lítið að gerast þessa dagana. Helgin bara að koma og ég er búin að fara á bókasafnið og fá bækur þar. Fékk þrjár Danielle Steel bækur þannig að það verður bara legið uppi í rúmi alla helgina og lesið. Oh mér finnst það svo æðislegt. Reyndar hefði ég þurft að þrífa íbúðina en ég veit ekki alveg hvort að ég nenni því ;)