Ein enn helgin að verða búin. Ég er bara ánægð með það af því að þá er styttra í það að skólinn byrji aftur. Ég hlakka svo til að byrja aftur til að klára þetta eina ár sem að ég á eftir. Árni hlakkar líka til að byrja aftur í sínum skóla, við erum bæði byrjuð að telja niður þangað til að við hættum að vinna. Hann hættir reyndar að vinna á undan mér því að skólinn byrjar fyrr hjá honum.
Ég og mamma fórum til Bjarklindar og Siggu í dag. Það er svo þægilegt að eyða helgunum í heimsóknir og svona. Svo á Sigga systir afmæli næsta föstudag, verður 35 ára. Af því tilfefni verður partý hjá henni á laugardagskvöldið, gaman gaman.
Sigga og Drífa eru einmitt komnar með heimasíðu, búin að bæta við link á hana, endilega kíkið á hana.
sunnudagur, júlí 13, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/13/2003 07:49:00 e.h.
|