Ég hringdi í Brúðarkjólaleigu Katrínar í gær og ætlaði að panta tíma fyrir Árna í mátun. Hann vill semsagt máta chacket (veit ekkert hvort að þetta er rétt skrifað) og athuga hvernig honum finnst að vera í þannig. Ég hringi og hún spyr hvenær brúðkaupsdagurinn er og ég segi að hann sé ekki fyrr en á næsta ári. Þá segir hún að það þýði ekkert að koma strax því að það verði komin önnur tíska (fyrirgefðu, er ekki alltaf sama tíska hjá strákum, það er ekki eins og smóking og kjólföt og þannig föt breytist frá ári til árs). Ég segi það við hana og þá spyr hún hvaða númer Árni notir, ég segi að hann noti örugglega bara það minnsta. Þá segir hún að þar sem ég viti það ekki megum við koma og skoða, ekki máta. Fyrirgefðu er ekki mátun einmitt til þess að vita í hvaða númeri maður er í!!! Ég sagði nú þá við hana að þetta væri ekkert mjög góð þjónusta og þá segir hún við mig að ég geti bara opnað svona leigu sjálf!!! Talandi um að kunna ekki að afgreiða kúnna.
En svo var saumó í gær. Það var bara mjög gaman nema það að ég gleymdi að bæði Rannveig og Karen borða ekki aspas og heita brauðið mitt var með aspas, ekki alveg nógu gott ;) En þær borðuðu þá bara hitt brauðið og kökuna mína.
fimmtudagur, júlí 03, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/03/2003 08:29:00 f.h.
|