föstudagur, júlí 25, 2003

Æ ég var að tala við Sollý systur og hún var að finna lítinn kettling. Eða sko reyndar fann hún hann ekki heldur býr hann þarna nálægt henni en eigendur hans gefa henni aldrei að borða og hafa hana bara úti alltaf. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur verið til. Maður getur ekki annað en verið góður við dýr, þau eru svo sæt.
En kettlingurinn semsagt hændist bara að börnunum hjá Sollý og vildi svo bara koma inn með þeim og vera þar. Æ greyið manns, maður var svo svangur þegar að Sollý gaf henni að borða og hún er bara pínkupons og rosalega mjóslegin. Oh ég verð svo pirruð þegar að maður heyrir um svona pakk sem kann ekki að koma almennilega fram við dýr. Svona fólk á bara ekki skilið að vera til. Það ætti bara að refsa svona fólki með því að koma fram við það eins og það kemur fram við dýr, láta það vera úti alla daga í hvaða veðri sem er og gefa því ekkert að borða.