fimmtudagur, júlí 24, 2003

Bara tveir vinnudagar eftir og þá er þessi vika búin. Æðislegt!! Og þá eru bara 4 vikur eftir í vinnunni, ennþá skemmtilegra.
Ég og Árni erum að spá í að fara til Bakkafjarðar til Bergþórs pabba um Verslunarmannahelgina. Þótt að bíllinn okkar sé kannski ekki upp á það besta þá hlýtur að vera í lagi að keyra hann þangað, við vonum það allavega. Við ætluðum fyrst að fljúga en það kostar 28.000 að fljúga til Egilsstaða, sem er náttúrulega bara geðveiki. Það er ódýrara að fljúga til Kaupmannahafnar, ógeðslega asnalegt.
Svo í gær var ég að vesenast inn á Heimabankanum okkar þegar að ég sá að LÍN var búið að leggja helling af peningum inn á okkur. Ég ætla að hringja strax og þeir opna (eftir ca. 3 mínútur) og spyrja fyrir hvað þetta sé. Við erum bæði búin að fá námslánin okkar fyrir seinustu önn þannig að ég get ekki ímyndað mér hvað þetta er. Og ég þori ekki að byrja að eyða þessu fyrr en ég veit hvort að þetta eru mistök eða ekki ;)