Jibbí, við fengum skoðun á bílinn, ekkert smá gaman. Við erum að spá í að halda bílnum þá allavega þangað til að frost kemur og hann verður erfiður í gang.
Svo sofnaði ég klukkan hálftíu í gær (yfir Brúðkaupsþættinum) og svaf alveg til sjö í morgun en þá vaknaði ég við kattarmjálm fyrir utan og þá var það kisan í næsta húsi sem vildi komast inn og borða. Ég var nú ekkert á því að hleypa henni inn en maður mjálmaði svo mikið þannig að ég lét loksins undan og hleypti henni inn og gaf honum að borða.
miðvikudagur, júlí 30, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/30/2003 11:02:00 f.h.
|