mánudagur, júlí 07, 2003

Jæja helgin búin og ég er mætt aftur í vinnuna. Helgin var bara yndisleg, í einu orði.
Á föstudaginn borðuðum við góðan mat hjá Hrönn og Axel og svo spiluðum við Trivial. Reyndar unnu Ásta, Ívar og Axel en ég, Árni og Hrönn tökum þau bara næst. Sóli var líka voðalega ánægður með að sjá okkur af því að hann fékk svo margar gjafir frá okkur, fullt af beinum!!
Svo á laugardaginn fórum við á Laugarvatn og gistum þar eina nótt. Við fórum að sjá Geysi um laugardaginn rétt eftir að við komum og svo var bara legið uppi í rúmi, lesið og slappað af. Um sjöleytið fengum við að borða rosalega góðan mat og svo var bara farið snemma að sofa eða um klukkan tólf. Algjör afslöppun.
Á sunnudeginum fórum við í Dýragarðinn á Slakka. Oh það var svo sætt. Við sáum lömb, folald, kálf, fullt af kanínum og svo mátti maður fara inn í búrið til kettlingana sem voru þarna. Oh þeir voru svo sætir. Mig langaði að taka þá alla með heim. Þetta er samt svo sniðugt hjá þeim að maður má klappa öllum dýrunum og halda á þeim og svona, annað en í þessum Húsdýragarði. Svo kíktum við aðeins til tengdó sem voru í sumarbústað á Flúðum en svo fórum við bara heim. Þannig að við erum bara vel afslöppuð eftir þessa helgi.