sunnudagur, júlí 27, 2003

Helgin bara búin :(. En reyndar er það allt í lagi af því að þá er styttra þangað til að við förum til Bakkafjarðar.
Ég datt ekkert smá mikið inn í þennan geimleik í gær, mig dreymdi hann meira að segja í alla nótt. Reyndar er Árni í rauninni bara búinn í leiknum því að hann á bara eitt skip eftir (þótt að ég sé búin að vera að gera fullt fyrir hann), ekki gaman. En hann verður bara með næst og veit þá betur en að vera að treysta einhverju pakki sem síðan svíkur hann og ræðst á hann.
En helgin var eitthvað voðalega róleg, kíkti bara í heimsókn til mömmu og pabba í dag. Var þar í smátíma en fór svo bara heim og var eitthvað að dúlla mér og hangsa.