Jæja ég er búin með allt sem þarf að gera í dag í vinnunni minni og klukkan er ekki orðin hálftíu. Ég er meira að segja að leysa aðra konu af þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað það er lítið að gera.
Deildin okkar bauð okkur upp á ís í gær, nammi namm. Svona smá sárabætur fyrir þá sem eru ekki í fríi í þessu góða veðri.
Ég er orðin rosalega fín eftir litunina hjá Sollý í gær, núna getur maður bara drifið sig út á djammið.
Ég er að spá í að fá frí eftir hádegi í dag og reyna að versla mér einhver föt, reyndar nenni ég ekki að fara í Kringluna og Smáralind en mig vantar svo hrikalega föt. Ég er samt ekkert að fíla tískuna en ég hlýt að geta fundið einhverja boli að minnsta kosti.
Jæja best að fara að láta sér leiðast aðeins meira.
föstudagur, júlí 18, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/18/2003 09:32:00 f.h.
|