mánudagur, júní 16, 2003

Ég var svo dugleg í morgun, vaknaði klukkan hálfsjö og fór og synti 600 metra. Byrjaði nefnilega í átaki núna á laugardaginn, fór þá líka og synti 600 metra. Núna verður það bara átak þangað til á brúðkaupsdaginn. Ég er samt ekkert að meina að ég er hætt að borða, bara að hreyfa sig og reyna að borða rétt. Svo ætlum ég og Árni að byrja aftur í badminton, það er svo geðveikt gaman. Það datt nefnilega aðeins niður hjá okkur meðan við vorum í prófum og svona en núna er það bara harkan sex.
Það er svo þægilegt að hafa helgi og vinna svo í einn dag og svo aftur frí í einn dag. Helgin var nú bara afslöppunarhelgi nema kannski á laugardaginn. Við stelpurnar hittumst í Kringlunni til að kaupa útskriftargjafir handa Karen og Söru, þær eru nefnilega báðar að útskrifast núna á laugardaginn. Það tók nú dálítinn tíma að versla en það hafðist allt. Árni fór að hjálpa foreldrum sínum í einhverjum garði og var að vinna alveg í 6 tíma og brenndist nú dálítið mikið greyið mitt. En það er strax að lagast.
Svo er stelpukvöld í kvöld hjá Rannveigu, Sverrir greyið bara rekinn út og ekki getur hann hitt Árna því að hann er að vinna til alveg 1 í nótt. En svo ætlar hann (semsagt Árni) að kíkja líka eitthvað út. Þetta er nefnilega í fyrsta skipti í allavega 5 ár sem að hann er í fríi á 17. júní. Hann hefur alltaf verið að vinna. Þannig að það verður bara skrýtið að hafa hann heima :)
Svo á Bjarklind systir afmæli á morgun og verður 32 ára, rosalega gömul. Nei nei bara á besta aldri.
Svo um helgina verður farið í sumarbústað á Kirkjubæjarklaustri með Siggu, Drífu, Daníel og Adam. Við getum reyndar bara verið eina nótt því að það er útskriftarveisla/djamm hjá Karen á laugardagskvöldið en það verður samt fínt að komast aðeins útúr bænum, maður slappar svo vel af.
En ætli ég verði ekki að halda áfram að vinna.