Helgin búin og vinnuvikan tekin við. Þetta var bara hin besta helgi, ég, mamma og Árni keyrðum í sumarbústaðinn eftir vinnu á föstudeginum og það var rosalega fínt. Grilluðum og spiluðum og töluðum saman alveg til hálfþrjú og svo var sofið alveg til tólf. Svo var bara spilað meira og slappað af og lagt aftur af stað í bæinn um fimm. Reyndar hefðum við alveg verið til í að vera lengur en við þurftum að mæta í útskriftarveislu hjá Karen klukkan níu
Hjá Karen var bara rosalega fínt, geðveikur matur og frábær félagsskapur. Reyndar fórum við heim um eitt, vorum ennþá eftir okkur eftir sumarbústaðaferðina :). En nú er semsagt fyrsta vinkonan búin að útskrifast, til hamingju með það Karen mín.
mánudagur, júní 23, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 6/23/2003 08:41:00 f.h.
|