Búin með tvö próf og þá eru bara tvö próf eftir og 10 dagar!!! Jibbí, mér gekk alveg ágætlega í dag, reyndar þoli ég ekki að ég veit aldrei hvernig mér gekk í prófum. En þetta gekk semsagt ágætlega.
Árni er búin að fá út úr 4 fögum og stóð sig ekkert smá vel. Hann fékk 7 í tölvusamskiptum, 7,5 í rekstri upplýsingakerfa, 8 í strjálli stærðfræði og 8,5 í ný tækni, ógeðslega flott hjá honum. Við fórum á Pizza Hut og fengum okkur brauðstangir og pizzu til að fagna þessu, nammi namm.
Ég fór að sjá Adam frænda áðan, hann var að koma úr aðgerð á vörinni og ég var ekkert búin að sjá hann síðan að saumarnir voru teknir úr. Aðgerðin tókst rosalega vel og hann er ekkert smá sætur.
Núna ætla ég að taka mér frí í kvöld og fer svo að læra á morgun fyrir Þroska og lífstíðarþróun en það próf er 8. maí.
mánudagur, maí 05, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 5/05/2003 05:33:00 e.h.
|