Við fórum til Hrannar og Axels í gær og borðuðum alveg yndislegan mat. Við grilluðum svínahamborgarahrygg og hann var geðveikt góður. Og ég er meira að segja ekkert það hrifin af grillmat. Svo var spilað og borðaður ís með súkkulaði- og karamellusósu, nammi nammi namm. Okkur var svo boðið í sumarbústað núna á miðvikudaginn. Gaman gaman, núna veit maður að sumarið er komið því að það er byrjað að grilla og maður fer í sumarbústað.
Svo er auðvitað Eurovision í kvöld og það er annað grillpartý hjá Rannveigu og Sverri. Maður verður auðvitað að mæta snemma þangað svo að maður missi ekki af Birgittu. Ég spái henni einhversstaðar í tíu efstu sætin. Maður verður auðvitað að hafa trú á okkar stúlku. En voðalega lítið að segja. Allir bara að skemmta sér vel í kvöld.
laugardagur, maí 24, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 5/24/2003 12:39:00 e.h.
|