sunnudagur, maí 18, 2003

Jæja, helgin er búin að vera frekar lengi að líða. Svona er það þegar að maður er einn heima allan daginn, maður nennir ekki að gera neitt. Reyndar fór ég í Zöru í dag og keypti mér þrenna boli sem kostuðu samtals 4.000 kr. Mér fannst það nú ekki mikið, svo er svo gaman að gefa sér eitthvað smá þegar að prófin eru búin.
Ég er samt strax byrjuð að hlakka til næstu helgi, á föstudaginn förum við til Hrannar og Axels og Ásta og Ívar koma líka og við ætlum að grilla hrygg og spila og hafa það geðveikt kósý. Hrönn var nefnilega að vinna rauðvínspottinn í vinnunni sinni (í þriðja sinn!!!) þannig að það verður að drekka það. Reyndar ekki ég og Hrönn af því að við drekkum ekki rauðvín en þá bara eitthvað annað í staðinn.
Svo á laugardaginn verður Eurovisionpartý hjá Rannveigu og Sverri, ég held að það eigi að grilla þar líka þannig að kallinn verður ánægður. Ég er nefnilega ekkert hrifin af grillmat þannig að það er eiginlega aldrei hérna heima. Ég vorkenni honum samt ekki neitt, mamma hans og pabbi eru voðalega dugleg að bjóða okkur í grill af því að þau vorkenna syninum svo mikið!!! En mér finnst það bara fínt af því að ég er svo hrifin af meðlætinu sem er með grillmat, bakaðar kartöflur eru auðvitað bara algjör snilld.
Svo get ég varla beðið eftir þriðjudeginum, þá ætlum við að skella okkur á Matrix reloaded, komumst ekki á mánudeginum af því að þá eru úrslitin í Survivor, geðveikt spennandi.
En ég ætla að fara að fá mér eggjanúðlur með sveppum og papriku, nammi namm. Það er það eina sem ég er búin að elda alla helgina, það er svo leiðinlegt að elda ofan í sig eina. En ég er bara komin með ógeð af súrmjólk, kornflögum og jógúrti þannig að ég ákvað að elda eitthvað smá í kvöld.
Heyrðu, svo var ég geðveikt dugleg um helgina, sippaði 500 sinnum báða dagana og svitinn gjörsamlega lak af mér. Geðveikt góð hreyfing.