Á morgun, á morgun er ég búin í prófum!!! Jibbí, það er meira að segja minna en sólarhringur þangað til að prófið byrjar. Ég hlakka svo til að það er ekki eðlilegt.
Það er brjálað að gera hjá Árna núna, hann er búinn að koma heim klukkan fjögur á nóttinni seinustu tvær nætur. Þeir eru að skrifa book review og það má ekki vera minna en 4000 orð, ekkert smá mikið. Svo er hann líka að fara í seinasta prófið sitt á morgun og þarf auðvitað að læra fyrir það en þeir eru ekki alveg búnir þannig að hann getur ekki byrjað strax að læra. Ekkert smá hallærislegt hjá kennaranum að hafa þetta svona mikið.
En ég hef ekkert voðalega mikið annað að segja, ætla að fara að renna núna yfir allt. Ef ég kann þetta ekki núna þá er ekkert að gera við því. En ég vona bara að þetta reddist.
miðvikudagur, maí 14, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 5/14/2003 10:46:00 f.h.
|