laugardagur, maí 03, 2003

Jæja ég er búin að vera geðveikt busy í allan dag. Ég vaknaði snemma og lærði alveg til tólf. Svo fórum ég og Árni til frænda hans Árna sem heitir Einar Loki í afmælisveislu. Svo hitti ég Karen í Kringlunni til að kaupa afmælisgjöf handa Ingu vinkonu, hún á nefnilega afmæli í dag og líka Grétar maðurinn hennar Karenar. Til hamingju með afmælið krúsur. Núna eru þau bæði orðin rosalega gömul eða 24 ára. Híhí ég er bara ennþá lítil 23 ára stelpa.
Svo í kvöld ætlum við aðeins að kíkja til Ingu og Bigga í afmælisveislu, aðeins að hitta vinina, maður sér þá ekki í öllum þessum próflestri enda spjölluðum ég og Karen alveg uppundir þrjúkorter í Kringlunni í dag, aðeins svona að catch up.