sunnudagur, maí 25, 2003

Eurovision búin þetta árið og Birgitta stóð sig ekkert smá vel. Hún geislaði bara á sviðinu, að mínu mati. Og 8-9. sætið er mjög gott. Samt vorum við öll brjáluð hjá Rannveigu og Sverri, þetta er svo mikil klíka. Eins og til dæmis Belgía og Austurríki, þetta voru hörmuleg, hörmuleg lög. Belgía með eitthvað lag sem var á tilbúnu tungumáli og það er nú ekkert hægt að segja neitt annað um Austurríki en að þetta hafi verið hræðilegt. Vinningslagið var allt í lagi, ég hefði nú samt frekar viljað að Svíþjóð hefði sigrað, en mér fannst nú skárra að Tyrkland sigraði heldur en Belgía eða Rússland. Þetta lag hjá Rússum var alveg eins og eitt lag sem að þær hafa sent frá sér. Mér fannst bara líka skrýtið að miðað við að þær eru búnar að gefa skít í keppnina að samt fá þær geðveik mörg stig og lagið ekki það gott.
En það var rosalega gaman að hittast í grillpartýinu, maður er ekkert búin að sjá vinina svo lengi. Ingibjörg er orðin geðveikt stór, enda á hún bara að eiga eftir 10 vikur. Og þá kemur í fyrsta skipti lítið kríli inn í vinahópinn, gaman gaman.