Ég er búin í prófum, jibbí jibbí jibbí. Og meira jibbí. Seinasta prófið gekk alveg ágætlega, held ég. Það komu semsagt fjórar ritgerðarspurningar og maður átti að velja tvær. Ég gat alveg svarað tveim spurningum en þetta er alltaf svo rosalega huglægt mat, maður veit aldrei hvort að maður er að skrifa akkúrat það sem kennarinn er að leita eftir. En allavega ég er búin í prófum. Strax eftir prófið þurfti ég svo að fara í Bónus, ekki neitt voðalega gaman en ég hef aldrei séð svona lítið í ísskápnum okkar enda erum við ekki búin að fara að versla almennilega í svona viku.
Árni er núna í seinasta prófinu sínu, greyið hann er búinn að vera vakandi í meira en sólarhring, hann kom ekkert heim í nótt. Kom bara heim til að skutla mér í prófið og svo fór hann reyndar í klippingu. Hann byrjar nefnilega að vinna á morgun og verður að líta sómasamlega út. Svo klukkan fjögur er hann búinn í prófum en þá þarf hann að sýna verkefnið sitt og svo eiga þeir eftir að klára um 300 orð af þessari book review. Þannig að þegar að hann kemur heim þá fer hann strax að sofa. Svo byrja ég líka að vinna á morgun. Ég hlakka bara til, sumarið er komið og allir í góðu skapi!!!
fimmtudagur, maí 15, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 5/15/2003 01:08:00 e.h.
|