Jæja ég og Árni fórum í barnaafmælið til Ritu í gær og það hefði nú mátt vera skemmtilegra. Ég hata svona barnaafmæli þar sem að foreldarnir halda að þau þurfi ekkert að hugsa um börnin sín í þann tíma sem afmælið er og standa bara inn í eldhúsi að kjafta. Á meðan eru börnin að leggja allt heimilið í rúst og hlýða ekki neinum. Kannski var ég bara líka svona pirruð af því að ég er í prófum, ég hata þetta helvíti. En núna eru bara 8 dagar eftir.
Við komum heim úr afmælinu eitthvað um sjöleytið og ég sofnaði klukkan átta og svaf alveg til eitt. Þá vaknaði ég við martröð og sofnaði aftur klukkan þrjú og svaf til níu í morgun, mér finnst þetta nú ekki eðlilegt. En eftir því sem maður sefur lengur því þreyttari er maður, það finnst mér allavega. Jæja ætli ég verði ekki að halda áfram að læra, ég fann heimasíðu í gær með krossaspurningum úr einni bókinni og þar sem ég er að fara í krossapróf fannst mér tilvalið að taka próf úr öllum köflunum og mér gekk bara alveg ágætlega í þeim. Sniðugt að hafa svona krossapróf á netinu.
miðvikudagur, maí 07, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 5/07/2003 09:29:00 f.h.
|