þriðjudagur, maí 04, 2004

Ég hitti leiðbeinandann minn áðan og ég þarf bara að gera eina litla breytingu á ritgerðinni og þá er ég búin og get skilað. Planið er semsagt að laga þetta í kvöld og klára að læra fyrir prófið. Á morgun ætla ég svo að fara að láta prenta ritgerðina út og fara í prófið og þá er þetta bara búið hjá mér. Jibbí, ég get varla beðið.