Árni er búinn að flytja lokakynninguna í B.Sc. verkefninu sínu þannig að hann er formlega búinn, til hamingju ástin mín. Ég, mamma og pabbi fórum að horfa á hann (og hópinn hans) og þau stóðu sig ekkert smá vel. Rosalega flott hjá þeim. Svo verður grillmatur í kvöld heima hjá Steinunni (eina stelpan í hópnum) þannig að það verður gaman í kvöld.
Svo er Árni bara kominn í frí, gaman gaman. Hann á það líka svo skilið, búinn að vera svo lengi að vinna í þessu verkefni.
Og núna eru bara 3 dagar í Orlando, ég get varla beðið. Hrönn og Axel fara á morgun, ég öfunda þau ekkert smá en svo hittum við þau eftir 3 daga.
mánudagur, maí 17, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 5/17/2004 01:19:00 e.h.
|