fimmtudagur, maí 20, 2004

Núna er minna en sólarhringur þangað til að ég og Árni verðum komin upp í vélina til Orlando, ég get varla beðið.
Seinasti vinnudagurinn minn á Bæjarhrauninu var í gær (byrja semsagt í greiðsluþjónustunni þegar að ég kem heim) og þau voru svo sæt, gáfu mér glerlistaverk sem heitir "ást í gleri" í kveðjugjöf (af því að ég og Árni erum að fara að gifta okkur). Rosalega flott listaverk.
Árni er svo stressaður fyrir einkunnina sína fyrir lokaverkefnið. Ekki það að hann haldi að þau nái ekki, bara til að vita það. Nefnilega ef hann nær 9,5 þá kemst hann aftur á forsetalistann fyrir þessa önn og þá verður hann semsagt á forsetalistanum fyrir allt seinasta árið, geðveikt flott. En það er svo mikill munur á kennurum í HR og HÍ. Einkunnirnar fyrir lokaverkefnið eiga að koma inn á morgun en koma frekar seint inn, örugglega eftir að við verðum lögð af stað út á flugvöll. Verkefniskennarinn hans Árna veit að hann er að fara til Orlando og bauð Árna að hringja í hann rétt áður en við leggjum af stað út á flugvöll og hann myndi segja honum einkunnina, bara svo að hann myndi vita hana áður en hann fer.
Ég sendi email á kennarann minn daginn eftir seinasta prófið (af því að mér gekk ekkert vel og er dálítið hrædd um að ég nái þessu ekki) og sagði honum að ég væri að fara til USA og þetta væri seinasta prófið mitt í sálfræðinni og útskriftin mín velti á þessu og spurði hann hvort að það væri möguleiki á hann gæti sagt mér einkunnina áður en ég færi út og ég fékk bara þvert nei. Alveg ömurlegt, svona eru allir í HÍ. Einkunnin á nefnilega að koma 26. maí og þá verð ég úti og ég er viss um að ég verði geðveikt stressuð allan daginn að reyna að finna netcafé til að athuga einkunnina, en það verður víst að hafa það ;)
En jæja ætla að fara að klára að pakka, blogga næst þegar að ég kem heim, jibbí.