fimmtudagur, júní 03, 2004

Jæja búin að fá allar einkunnir og ég útskrifast ekki 19. júní :( Ég fékk semsagt 8,5 fyrir lokaritgerðina mína sem ég er mjög sátt við en svo asnaðist ég til að falla í réttarsálfræði með 4,5. Og þar sem að HÍ er alltaf svo rosalega tilbúinn að gera allt fyrir nemendur sína þarf ég að bíða fram í ágúst til að taka endurtektarpróf. Og Aarhus heimtar að fá útskriftarskírteini fyrir 1. júlí ef að ég á að byrja 1. september. En ég sendi þeim tölvupóst í gær og spurði hvort að það væri einhver möguleiki á því að byrja 1. september út af því að HÍ er með svo asnalegt kerfi. Þannig að núna er bara að bíða eftir svari frá þeim.
Ég er samt búin að vera svo down yfir þessu, var búin að hlakka til að geta bara einbeitt mér að brúðkaupinu og svona en nei nei núna þarf ég að vinna og læra líka (eins og ég er búin að vera að gera í allan vetur), ekki gaman.
Það var samt geðveikt gaman í Orlando, fórum í þrjá daga í Disney og svo í uppáhaldsgarðinn minn Sea World, ég gæti búið þar. Ég fékk nefnilega að klappa höfrungi, risaskötu og svo var gæludýrasýning, oh hvað maður var sætastur. Svo fékk ég perlu (bláa) frá Árna og fékk að velja mér hálsmen til að setja hana í þannig að núna á ég alveg sérhannað hálsmen frá Sea World, geðveikt flott.
Svo versluðum við rosalega mikið, gaman gaman og eigum núna nóg af fötum. Fyrsta skipti á ævinni þar sem að ég veit varla í hvaða föt ég á að fara í, það er úr svo mörgu að velja ;)