Þetta var alveg frábær helgi. Ég, Árni, Hrönn og Axel lögðum af stað í sumarbústaðinn beint eftir vinnu á föstudeginum og vorum komin þangað um níuleytið. Þá var bara farið að spila (þar sem að ég vann nokkur spil :)) og svo bara farið að sofa. Daginn eftir túristuðumst við svolítið, fórum á Gullfoss og Geysi og líka í Dýragarðinn í Slakka sem er bara frábær staður, vegna þess að maður fær að klappa öllum dýrunum (líka yndislegum kettlingum) og fara inn í búrið til þeirra, set myndir inn seinna ;). Svo var bara farið í sumarbústaðinn, grillað og spilað meira. Svo fórum við í bæinn í gær og fórum beint til Hrannar og Axels til að horfa á leikinn og grilluðum meira ;). Alveg snilldar helgi.
Svo næstu helgi verður ættarmót haldið hjá fjölskyldu tengdapabba og það verður haldið hjá Ásbyrgi þannig að það er nóg að gera í útilegum.
mánudagur, júní 28, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 6/28/2004 08:13:00 f.h.
|