mánudagur, júní 21, 2004

Þetta var ekkert smá fín helgi. Vinapartýið heppnaðist mjög vel og seinustu gestirnir fóru ekki fyrr en hálfþrjú enda var ég nú orðin frekar þreytt, nennti ekki einu sinni niður í bæ. Fór bara að sofa. Svo var gærdagurinn bara mesti letidagur ever, ekkert smá næs samt. Bara að liggja uppi í rúmi, horfa á sjónvarp og borða afganga, nammi namm.
Svo eru bara allar helgar uppteknar það sem eftir er af sumrinu liggur við, fara út á land, MR reunion, brúðkaupið auðvitað og fleira og fleira.