Þetta var ekkert smá fín helgi. Vinapartýið heppnaðist mjög vel og seinustu gestirnir fóru ekki fyrr en hálfþrjú enda var ég nú orðin frekar þreytt, nennti ekki einu sinni niður í bæ. Fór bara að sofa. Svo var gærdagurinn bara mesti letidagur ever, ekkert smá næs samt. Bara að liggja uppi í rúmi, horfa á sjónvarp og borða afganga, nammi namm.
Svo eru bara allar helgar uppteknar það sem eftir er af sumrinu liggur við, fara út á land, MR reunion, brúðkaupið auðvitað og fleira og fleira.
mánudagur, júní 21, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 6/21/2004 11:37:00 f.h.
|