Jæja alveg nóg að gera þessa dagana. Við erum að vesenast í því að senda boðskortin út fyrir brúðkaupið, fórum í Samskipti í dag og þeir ætla að prenta hluta af boðskortunum (sá hluti sem er í lit) og svo prentum við hinn hlutann. Markmiðið er að koma þeim út á föstudaginn og þá verður það búið. Allir bara að muna að taka daginn frá ;).
Svo verður tvöföld útskrift næsta laugardag, fyrst verður fjölskylduboð og svo partý um kvöldið fyrir vinina, vei vei ekkert smá gaman.
Í kvöld er ég svo að fara að hitta Guðlaugu og Rakel (landsbankapíur) á kaffihúsi, ekkert smá langt síðan að við höfum hist þannig að það verður nóg spjallað. Annað kvöld er svo stelpudjamm þannig að maður er bara uppbókaður alla vikuna ;).
þriðjudagur, júní 15, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 6/15/2004 07:22:00 e.h.
|