Ég er að fara að útskrifast 19. júní. Ég ákvað semsagt ekki að sætta mig við það að fá ekki að taka prófið aftur og hringdi upp í skrifstofu HÍ (í staðinn fyrir að tala við skorarformanninn) og skrifstofan reddaði þessu fyrir mig á þremur tímum. Ég gerði þetta semsagt á mánudaginn, tók prófið í dag og var að fá út úr því, fékk 6. Ég er svo ánægð.
|