Það átti að grilla í kvöld hjá Hrönn og Axel og ég var búin að hlakka svo mikið til þess (greinilega ekkert að gerast hjá mér þessa dagana) en svo verður Axel að vinna frameftir þannig að það verður ekki grillað fyrr en á morgun, buhu. Bara vesen á honum. En svo ætlum við öll að fara í sumarbústað núna um helgina, gaman gaman.
Við sendum útskriftarskírteinin til Danmerkur í morgun þannig að þetta er allt í gangi, vona bara að ég komist inn. Svo er búið að senda öll boðskortin út, vei vei. Þá get ég aðeins farið að slappa af ;).
miðvikudagur, júní 23, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 6/23/2004 02:31:00 e.h.
|