sunnudagur, júní 13, 2004

Það var geðveikt gaman í gær, kvöldið byrjaði á því að fara út að borða og þvílíkur matur. Við vorum öll bara geðveikt södd og svo fengum við frábæra þjónustu, alveg yndislegt.
Svo fórum við til Hrannar og Axels, reyndar fór Árni seinna um kvöldið í partý sem var haldið heima hjá einni sem var að útskrifast með honum. Það var svo gaman í partýinu að við fórum ekki niður í bæ fyrr en um hálfþrjú leytið og fórum þá á Glaumbar og dönsuðum geðveikt mikið. Svo kom Árni á Glaum eitthvað um fjögur og um hálffimm fórum við öll og fengum okkur Hlölla og svo var bara farið heim að sofa. Alveg frábært kvöld bara ;)