mánudagur, júní 07, 2004

Núna er minna en vika þangað til að Árni útskrifast og við ætlum að halda smá fjölskylduboð í tilefni af því. Útskriftarveislan verður reyndar bara frá 5-8 af því að svo ætlar Hrönn að halda upp á 25 ár afmælið sitt sama kvöld. En þannig að það verður mikið að gera í vinnunni að baka og hafa allt tilbúið.
Annars slöppuðum við bara vel af þessa helgi, ekkert smá næs. Ég fór reyndar með mömmu að reyna að finna föt fyrir brúðkaupið, við fórum í Debenhams og það eru bara frekar flott föt þarna, ég hef nefnilega aldrei farið þarna inn. Mamma fann sér allavega fullt af fötum sem hún mátaði en svo er hún alltaf svo lengi að ákveða sig ;)
Svo í dag eru akkúrat tveir mánuðir í brúðkaupið okkar, ekkert smá gaman. Við erum búin að fara í nokkrar búðir og velja gjafalista þannig að ef einhver lendir í vanda þá er hægt að fara þangað.
Svo ætla ég að fara að drífa mig í því að henda inn myndum, erum með fullt en ég kann ekki að koma með þeim inn og Árni er ekki búinn að hafa tíma til að kenna mér.