miðvikudagur, júní 16, 2004

Ég sá þetta hjá Laufeyju og af því að við erum fæddar í sama mánuðinum þá ákvað ég að stela þessu frá henni.

Valhnetutré - Ástríða 21.04-30.04 & 24.10-11.11

Manneskjan stendur föst á sínu og er erfitt að skilja því hún er mjög mótsagnakennd. Hún er oft sjálfhverf og gefur ekki eftir, en á móti kemur að hún er bæði göfuglynd og víðsýn. Það er erfitt að segja til um viðbrögð hennar.

Manneskjan er hvatvís og hefur mikinn metnað. Hún er snjöll, en erfið og ósveigjanleg í samskiptum. Hún er mjög afbrýðisöm og ástríðufull. Margir dást að henni, en hún er langt frá því að vera allra.

Hvernig finnst ykkur þetta svo passa við mig??