laugardagur, júní 19, 2004

Jæja þá er maður bara búinn að útskrifast og kominn með B. A. gráðu í sálfræði. Útskriftin gekk bara frekar vel fyrir sig og tók ekki langan tíma miðað við að þetta var stærsti árgangur sem hefur verið útskrifaður frá HÍ. Svo þegar að við komum heim var fjölskylduboð þar sem að við fengum margar flottar gjafir og svo seinna í kvöld koma vinirnir.