laugardagur, maí 15, 2004

Úkraína vann eins og ég spáði, gaman gaman. Við náðum semsagt endanum á Eurovision eftir brúðkaupið hjá Hrönn og Axel. Við fórum frekar snemma heim úr brúðkaupinu því að Árni er orðinn svo langþreyttur eftir þetta lokaverkefni.
En brúðkaupið var ekkert smá flott og bara rosalega gaman. Til hamingju með giftinguna krúttin mín. Kjóllinn hennar Hrannar var alveg geðveikur (enda saumaði hún hann sjálf), ég tók fullt af myndum en þær koma inn seinna. Árni þarf nefnilega að kenna mér að flytja frá myndavélinni yfir á tölvuna ;).
Svo bilaði bíllinn okkar í gær og við komum honum ekki á verkstæði fyrr en á mánudag :(. Ekki gaman, það er ömurlegt að vera bíllaus.
En núna eru bara þrír vinnudagar eftir og þá er það Orlando, vei vei vei.