mánudagur, október 23, 2006

Skemmtileg helgi liðin. Grillpartýið hjá deildinni hans Árna heppnaðist ekkert smá vel, alltaf gaman að hitta vinnufélaga hans og maka þeirra. Ég var nú reyndar bara róleg og var komin heim um 11, svo að ég myndi nú ekki sofna í sófanum :).

Á laugardaginn fórum við svo í partý til Ástu sem var að útskrifast úr stjórnmálafræðinni í HÍ, innilega til hamingju einu sinni enn elsku Ásta mín.

Á sunnudaginn var Magnús Breki skírður, var algjör dúlla í skírnarkjólnum og það heyrðist nú varla í honum í veislunni. Við kíktum svo aðeins í heimsókn til tengdó þannig að þessi helgi var bara nokkuð afkastamikil.

Það verður mikið að gera í vikunni sem er framundan, afmæli hjá Hjörvari eftir vinnu í dag, saumó á morgun og við hjónin erum að spá í að kíkja á Mýrina á miðvikudagskvöldið. Hlakka ótrúlega mikið til að sjá myndina enda búin að lesa bókina 4 sinnum.