Ég er búin að vera svo þreytt þessa vikuna, er byrjuð að finna aðeins meira fyrir kúlunni, sérstaklega daginn eftir flugið. Mér leið eins og ég væri ekki búin að sofa í viku :). Ég ætlaði mér semsagt að hvíla mig bara um helgina en það lítur nú ekki út fyrir að það verði auðvelt. Grillpartý á föstudaginn, útskriftarpartý hjá Ástu vinkonu á laugardaginn og skírn hjá Ingibjörgu og Bigga á sunnudaginn. Reyndar þvílíkt gaman að hafa mikið að gera og hitta vinina svona mikið.
Annars kíktum við í mat til Helgu og Freys í gær, fengum ótrúlega góðan pastarétt og sátum svo aðeins og spjölluðum. Fórum reyndar dálítið snemma heim, af því að ég var svo þreytt.
Fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta. Fer til Boston með mömmu og Bjarklindi systur eftir 3 vikur, maður þarf einmitt að byrja að hugsa hvað maður ætli að kaupa og svona.
Svo erum við rosalega stolt af Snúðinum okkar þessa dagana, hann er loksins búinn að læra að fara sjálfur inn og út um kattalúguna sína, allavega á daginn þegar að hann er einn heima. Hann er ekki alveg búinn að læra það á morgnana, vill ennþá að við hleypum honum út þá. Alveg ótrúlega fyndið hvað hann er vanafastur, vekur mig alltaf kl. 5:11 til að ég geti hleypt honum út. Ég er ekki að grínast með þessa tölu, lít nefnilega alltaf á klukkuna þegar að ég hleypi honum út og alltaf er hún 5:11.
fimmtudagur, október 19, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 10/19/2006 08:24:00 f.h.
|