Það var alveg yndislegt í Árósum. Flugum eldsnemma héðan og lentum í þvílíkum hita og þannig var það alla helgina, 17-18 stiga hiti og sól enda fannst mér einum of heitt. En allir aðrir voru mjög ánægðir með veðrið. Fimmtudagskvöldið fór nú bara í rólegheit en það var farið í bæinn bæði á föstudag og laugardag og verslað dálítið. Ég kíkti líka aðeins í skólann á föstudeginum og heilsaði upp á nokkrar vinkonur þar. Fannst frekar skrýtið að labba aftur inn í skólann :).
Á föstudagskvöldið fórum við Hildur, Jósa og Edda á CuCos, ummmm það er svo góður matur þar. Við kíktum svo á einn kokkteilabar og hittum þar Hákon og Árna en þeir fóru saman út að borða á Hereford, vildu frekar fá steikur heldur en grískan mat, skil ekkert í þeim. Fórum reyndar bara snemma heim, ég verð eitthvað svo fljótt þreytt þessa dagana. Við elduðum svo heima á laugardagskvöldið og spiluðum smá og sunnudagurinn var bara tekinn í algjöra leti áður en við lögðum af stað heim. Alveg frábær helgi í alla staði, takk aftur Hildur og Konni fyrir að leyfa okkur að gista.
Tókum nokkrar myndir, surprise surprise, ekki mikið myndavélafólk hér á ferð, læt ykkur vita þegar að þær verða komnar inn. Stelpur, þið munið svo eftir að senda mér myndirnar sem þið tókuð :). Fínt að láta aðra sjá um þetta, sérstaklega þegar að vinkonurnar eru svona myndavélaóðar, tíhí.
mánudagur, október 16, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 10/16/2006 08:44:00 f.h.
|