Helgarnar fljúga framhjá manni með þvílíkum hraða. Seinasta helgi leið einmitt ótrúlega hratt. Kíkti í heimsókn til Karenar á föstudagskvöldið, röltum út á videoleigu og tókum okkur eina mynd og birgðum okkur upp af nammi :). Það var ekkert smá gaman að sjá hvað íbúðin þeirra er orðin flott, þrátt fyrir nokkur afturköst.
Á laugardaginn fórum við stelpurnar á Ítalíu til að kveðja Önnu Heiðu sem var að fara aftur til Þýskalands, oh það er svoooo góður matur þarna og ekki var félagsskapurinn síðri. Kíktum svo aðeins á Q-bar, bara nokkuð flottur en ég var reyndar ekki alveg að gúddera hvernig þeir báru fram heita drykki. Í einhvers konar plastglasi sem hitnaði þvílíkt mikið en samt var enginn hanki þannig að maður þurfti að halda á glasinu alveg efst til að geta drukkið úr því :).
Svo er líklegast grillpartý með deildinni hans Árna, annaðhvort núna um helgina eða þarnæstu helgi. Getur m.a.s. verið að það verði haldið heima hjá okkur, Árni er nefnilega alveg háður því að grilla þessa dagana. Ég held nú líka að það spili inn í að þegar hann grillar þá fær hann sér alltaf bjór á meðan :).
þriðjudagur, október 03, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 10/03/2006 10:24:00 f.h.
|