Laufey mágkona á stórafmæli í dag en hún er 35 ára. Innilega til hamingju með afmælið elsku Laufey. Njóttu dagsins og láttu Eið stjana við þig :).
Tvíburunum hjá Einari frænda og Helgu lá svo mikið á að komast í heiminn að þeir ákváðu að láta sjá sig á mánudaginn, aðeins tæplega 29 vikna gamlir. Þetta voru semsagt tvær prinsessur, pínulitlar, önnur um 5 merkur og hin 4 1/2 merkur. Þær voru auðvitað strax settar í súrefniskassa og verða þar líklegast fram á næsta ár. Vona bara að allt gangi vel hjá þeim, þær grétu voða mikið þegar að þær komu í heiminn sem er góðs viti hjá svona litlum börnum.
Annars er allt á fullu hérna í Miðvinnslunni að undirbúa jól í skókassa. Ég ætla að gefa tvo kassa, einn fyrir strák og einn fyrir stelpu. Á bara eftir að ákveða aldurinn, seinasti dagur til að skila er 11. nóvember þannig að ég þarf að klára þetta áður en ég fer út.
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 11/02/2006 08:45:00 f.h.
|