Púki kemur upp að þér eina nótt og segir: Þetta líf sem þú lifir, þú verður að lifa því óendanlega oft og sérhver sársauki, gleði og hugsun kemur aftur og aftur til þín, alltaf í sömu röð. Það mætti líkja þessu við óendanlegt stundaglas sem er snúið aftur og aftur. Myndir þú gnísta tönnum og bölva þessum púka eða myndir þú ansa: Aldrei hef ég heyrt neitt jafn dásamlegt - Nietzche.
Þótt að maður hafi lent í ýmsu þá hefur líf mitt verið alveg ágætt. Ég er nú samt ekki viss um að ég myndi "nenna" að endurlifa allt mitt líf, enda er alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt. Á hinn veginn væri ég nú alveg til í að geta upplifað einhverjar stundir í lífi mínu aftur og aftur. Semsagt, erfitt að svara þessu enda held ég að það sé tilgangurinn, um að gera að minna sig á að lifa lífinu til fulls sérhvern dag.
mánudagur, nóvember 06, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 11/06/2006 09:23:00 f.h.
|