Oh það er svo mikil jólasnjókoma úti, alveg yndislegt :). Enda er ég búin að vera að raula "Snjókorn falla" í allan morgun.
Hlakka einmitt svo mikið til að geta klárað jólagjafirnar í Boston. Hef aldrei verið svona sein eins og núna, er vanalega búin um miðjan nóvember en núna er ég einungis búin með 2. Annars er allt tilbúið fyrir förina, búin að fá nýja passann minn og ætla að "pakka" í kvöld áður en vinkonurnar koma í smá afmælisboð. Þar sem ég verð nú aðeins í tvo daga þarf ég nú voðalega lítið að pakka, ætla að taka með mér minnstu töskuna, raða ofan í hana og setja hana svo í stærri töskuna.
Kvöldið verður rosa skemmtilegt, allt er tilbúið fyrir boðið þannig að ég kem bara heim og bíð eftir að stelpurnar mæti. Best að óska Sollý systur til hamingju með afmælið núna, við gerum eitthvað skemmtilegt fyrir okkur báðar úti í Boston, þú verður bara með í anda :).
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 11/08/2006 11:32:00 f.h.
|