Helgin byrjar bara mjög vel - fékk þær fréttir að um leið og ég er búin að borga eina kröfu frá Heilbrigðismálaráðuneytinu fæ ég starfsleyfið mitt sem sálfræðingur sent í póst :). Ótrúlega ánægð. Það verður svo nóg að gera um helgina. Í kvöld er matarboð hjá Karen og Grétari, hlökkum rosa mikið til að sjá hvað er búið að gerast í íbúðinni síðan seinast.
Annað kvöld er sælkeraklúbbur hjá deildinni hans Árna, allir koma með einhverja gómsæta rétti og allir smakka hjá öllum. Mér finnst alveg frábært hvað vinnufélagarnir hans eru duglegir að hittast enda ná þeir allir ótrúlega vel saman.
Sunnudagurinn fer svo í afmælisboðið mitt, hlakka mikið til þess. Í rauninni í fyrsta skipti sem við bjóðum allri fjölskyldunni formlega í heimsókn eftir að við fluttum inn þannig að það verður svaka gaman. Eins og sjá má er félagslífið alveg í toppi þessa dagana, alltaf skemmtilegt að hafa nóg að gera.
föstudagur, nóvember 24, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 11/24/2006 09:53:00 f.h.
|