mánudagur, nóvember 13, 2006

Alltaf gaman að halda upp á afmælið sitt, stelpurnar komu á miðvikudagskvöldið og við spjölluðum og borðuðum nammigott. Takk fyrir samveruna krúttur. Þar sem að síminn minn virkar svo ekki í USA þá biðu mín fullt af sms-um þegar að ég kom heim í gærmorgun, takk allir sem sendu mér kveðjur, alltaf gaman að vita að einhver sé að hugsa til manns.

Það var svo skemmtilegt í Boston!! Ótrúlega falleg borg, ég væri alveg til í að fara þangað aftur og hafa þá einhvern tíma í að skoða borgina sjálfa. Það var enginn tími til þess núna, hinsvegar er ég nokkuð góð í verslunum borgarinnar :). Náði að klára allar jólagjafirnar fyrir systkinabörnin og þá eigum við bara 3 jólagjafir eftir, jibbí.

Hinsvegar var ég nú alveg sátt við að fara heim núna, var orðin rosalega þreytt á því að vera bara í verslunum samfleytt í tvo daga. En ég náði líka að versla smá inn fyrir litla krílið, finnst ótrúlega skrýtið að taka þessi pínkupons föt upp og ganga frá þeim.

Við fórum svo á Cheesecake factory og oh my god hvað ostakökurnar eru góðar þar. Ég fékk mér karamelluostaköku og þetta bráðnar bara uppi í manni. Miðað við stærðirnar sem maður fékk á öllum stöðum þá er ekki skrýtið að Bandaríkjamenn séu svona feitir, engin af okkur gat klárað ostakökuna, skildum meira en helming eftir. Við skemmtum okkur semsagt rosalega vel, væri alveg til í að fara í aðra svona ferð eftir ca. ár, þegar að maður er búinn að gleyma hvað það er þreytandi að versla svona mikið inn í einu :).