mánudagur, nóvember 20, 2006

Jæja, kannski kominn tími á skemmtilegra blogg. Ég og Árni fórum á laugardaginn og kláruðum allar jólagjafirnar, ekkert smá dugleg. Ótrúlega gaman að vita til þess að maður þurfi ekki að fara meira í Kringluna eða Smáralindina fyrir þessi jól. Okkur fannst nú alveg nógu mikið fólk í Kringlunni um helgina, hvernig verður það þá fyrir jólin.
Desember getur þá bara farið í að skrifa jólakortin, baka, lesa bækurnar sem ég keypti mér úti, sauma og bara hafa það ótrúlega mikið næs. Fyrsti desembermánuðurinn í langan tíma sem fer bara í dund og ekkert skólavesen, alveg yndisleg tilhugsun.

Næsta sunnudag kemur fjölskyldan svo í afmælisboð þannig að maður þarf að vera duglegur að baka í vikunni :). Ekki það að mér finnist það leiðinlegt. Þarnæstu helgi ætla ég svo að baka sörur og marengstoppa, ásamt því að skreyta íbúðina. Hlakka svo mikið til.