mánudagur, nóvember 27, 2006

Helgin var ótrúlega fín. Fengum ógó góðan mat hjá Karen og Grétari, tókum svo eitt Friends - Scene it spil þar sem að Árni vann, sátum svo bara og spjölluðum. Þvílíkt gaman að sjá hvað íbúðin hjá þeim er orðin flott. Takk aftur fyrir okkur :).

Laugardagskvöldið fór nú bara í að borða, skipulagið á klúbbnum var semsagt þannig að einungis einn réttur var settur á borðið í einu enda stóð borðhaldið yfir frá hálfníu til hálfeitt. Ekkert smá gaman að smakka svona marga rétti sem maður hefur ekki smakkað áður, það voru t.d. grískar kjötbollur, kjúklingaréttur frá Sri Lanka, grafin gæs og kjúklingur með kókos og döðlum. Eftirrétturinn var himneskur, einhvers konar súkkulaðimús með kaffibragði og smá rjóma ofaná. Árni sem borðar ekki rjóma hámaði hann meira að segja í sig. Það sem mér fannst eiginlega skemmtilegast var að mennirnir elduðu réttina og konurnar fengu ekki að koma nálægt matargerðinni :). Planið er svo að deila uppskriftunum og við erum að spá í að hafa eftirréttinn á aðfangadag, nammi namm.

Fjölskyldan kom í afmæli til mín í gær, fékk rosa margt fallegt í afmælisgjöf, takk allir fyrir mig. Ég var auðvitað búin að gera rétti fyrir heilan her en samt var ekkert svo mikið eftir í afgang enda var vel borðað. Ég og Árni vorum nú samt voða ánægð um kvöldið þegar að við gátum sest niður og slappað smá af, alveg nauðsynlegt að gera það um helgar.

Það verður nóg að gera í vikunni, seinasti tíminn í foreldrafræðslunni er á morgun og á fimmtudag er jólahlaðborð með vinnunni minni. Hlakka mikið til að fara á jólahlaðborð enda er þetta í fyrsta skipti sem ég fer á þannig, fá góðan mat og skemmta sér aðeins utan vinnunnar.