mánudagur, febrúar 23, 2004

Jæja, enn ein helgin búin. Helgarnar eru svo fljótar að líða að það er ekki eðlilegt.
Á laugardaginn fór ég í klippingu þannig að ég er aftur orðin sæt ;). Svo um kvöldið var partý hjá Siggu og Drífu, rosalega góður matur og gaman að hitta öll systkinin og fleiri. Ég var nú reyndar ekki lengi þar því að ég fór að hitta Hrönn og við fórum á Glaumbar og dönsuðum ekkert smá mikið. Geðveikt gaman.
Svo í gær var ég bara heima og las smá fyrir tilraunina mína. Ég er samt byrjuð að hlakka svo til 3. maí því að þá á ég að skila ritgerðinni, gaman gaman. Vona bara að maður nái að klára fyrir þann tíma :)
Árni var ekkert heima alla helgina, hann kom til dæmis heim klukkan sex í morgun, það er bara brjálað að gera hjá honum þessa dagana, enda var einn kennarinn svo lengi að setja inn verkefnalýsingu á einu verkefni að skiladeginum var frestað um eina viku og þá fer náttúrulega allt í rugl. En í kvöld klukkan tólf verður hann búin að skila þessum þremur verkefnum og þá eru engin stór verkefni sem þarf að skila strax. Þannig að hann getur aðeins slappað af.